Færsluflokkur: Bloggar
3.1.2007 | 05:39
ég á ekki til orð..
Afmælið mitt hefur aldeilis byrjað vel, ég fékk æðislegar 5 vinkonur í heimsókn, við tókum í spil, eitt lengsta trivial sem ég hef upplifað, enda endaði það fyrr en löglegt þykir!
Við átum og átum, töluðum og töluðum, skemmtum okkur frábærlega, ég opnaði svo einn bjór, ólöglega, 10 mín í 12 og var að drekka hann þar til klukkan var um 5 mín yfir 12, og var hann þá farinn að vera löglegur!! fyrr má nú vera hvað hann var betri eftir að ég hafði aldur í kauða og endaði ég í því að sötra alls 7 bjóra.. fyrr má nú vera hvað maður er að digga það að vera 20 ára
Edda og ELísa voru að fara, ég sit uppí rúmi, með tölvuna mína heittelskuðu og iPodinn að hlusta á tónslist! ég er svo ánægð í lífinu eitthvað, ég er komin með smá plan með þessa blessuðu framtíð mína, ætla að flytja til Bretlands, já, því ekki að opinbera það bara!
ekki verður það nu samt nærrum því strax þar sem ég ætla að taka mér árs frí, ferðast, safna pening, lifa lífinu! svo bara London here I come! ég ætla, eins og planið mitt hefur verið frá því ég veit ekki hvenær, að læra sálfræði, verða rík og æðisleg
æji, ég á erfitt með mig, ég er svo spes í skapinu, hvað er það? kannksi tekur bara á að vera fjörgömul, ég veit það ekki!
kannski ég geri mér dagamun á morgun, allavega ætla ég að fara í ríkið og kaupa mér nokkra öl, bara uppá sportið!!
vonand hafa það allir sem best, kveð í bili, endilega skilið eftir ykkur spor /afmæliskveðu þakka pent/
Kv. Thelma háaldraða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2007 | 03:27
Nýjar myndir hlaðast inn
Það vantar ekki dugnaðinn í minni, er búin að setja inn myndir frá föstudeginum fyrir Þorlák og 2 í jólum! áramótamyndir koma inn hvað af hverju, á morgun kannski!
Annað kvöld er planið að hittast hérna heima hjá mér, ég, Elísa, Arna, Inga, Ásrún og svo vonandi Edda líka, taka í spil, borða einhverja andskotans óhollustu og hafa það sem best! Held að nýjasta trivialið verði fyrir valinu og er ég viss um að kvöldið eigi eftir að standa undir öllum væntingum!!
Svo eru Mamma besta og Hermann að fara til Reykjavíkur á morgun og svo til Austurríkis á miðvikudaginn! verða í 10 daga, eitthvað verður sambúðin nú skrautleg hjá mér, pabba og Ásdísi
jahér, svo styttist hrottalega í 3 jan, ég verð eins og ég rétt vona að allir viti, 20 ára OG Nip/tuck byrjar aftur á stöð 2, gavöð hvað ég hlakka til!!
Fimmtudagurinn verður svo brjálaður, er ekki frá því að skólinn byrji, mæting klukkan 09:00 að staðartíma.. svo vinna seinna um daginn, já, jólafríið er sko búið!! alltof fljótt að líða!!
En jæja, svefninn kallar, tek kannski myndir á spilakvöldinu!!
Kærasta Kveðjan, Thelma Björk
já, guð, p.s- Gleðilegt nýtt ár!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2006 | 21:25
3 dagar í Þrítugsaldurinn!!
Ohh..það er ALLTOF mikið eftir af þessu blessaða ári 2006! ég hef ENGA þolinmæði í þetta, mig langar að djamma Áðan, mig langar að fá vinkonur mínar hingað til mín, skemmta mér sjúklega, fara á krúsina og knúsa alla og kjassa, EN, þetta er víst ekki fyrr en á næsta ári
SAmt langar mig alveg merkilega mikið að dagurinn á morgun renni ekki upp, þetta kalla ég að vera á milli steins og sleggju!!
Shit, PARTÝ.. ég hef ekki margt annað að segja, bara takk fyrir árið sem er að líða, vona að næsta ár verði þúsund sinnum betra, bið ekki um meir!
hmm..samt svona þar sem ég þarf að gera EITTHVAÐ til að eyða tímanum, ætla ég að skella inn myndum snöggvast frá einhverjum tjúttum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2006 | 00:21
klárlega kominn tími á blogg
jólin eru komin og farin, ég tjúttaði á föstudaginn, hrikalega gaman btw og svo var það djammið í gær sem sveik engann!! siss.. þó ég hafi nú verið í smá morðhug þarna á tímabili er það bara eitthvað til að hlægja af!
á morgun er fimmtudagur, þá ætla ég að skella mér á Langa Manga í drekktu betur, Elísa vinkona mín með meiru verður spyrill og er planið að taka þetta í aðra nösina, vinna kassa af bjór og hafa gaman af! /vona þá bara að maður fái kassann afhentan þrátt fyrir ungan aldur/
ef ég er ekki sigurviss veit ég ekki hvað!
svo eru það áramótin núna á sunnudaginn, þetta ár hefur brunað áfram á ógnarhraða! að hugsa sér, eftir 7 daga verð ég 20 ára, hvert stefnir þetta?
ég ætla að djamma óttalega um áramótin, hver er með?
æji, ég hef ekkert að segja, langaði bara að skrifa smá, svona lífga aðeins uppá þetta hjá mér!
aldrei að vita nema ég skelli inn myndum hvað af hverju, læt vita af því þegar að því kemur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2006 | 02:31
tenglar:)
jeij, mér tókst að laga tenglana, vinn betur í því síðar að setja inn fleiri tengla!
það er prófsýning í skólanum á morgun, ætti maður að mæta? það er alveg spurning?
uss, Heit er ég fyrir djamminu um helgina! þetta lofar klárlega góðu, nú er bara að ákveða hvar, hvernig, hvenær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2006 | 21:16
halimal
Helvítis fiskurinn er dauður, heyr heyr! það var farið að vera vandræðalegt að horfa á hana þarna í kúlunni..
á föstudaginn var stefnan sett á ball í bolungarvík! EN ég gleymdi að fara og kaupa miða í landsbankanum, meiri aulinn sem ég nú er! ekki var það nú samt það eina sem mér tókst að klúðra, mér var nefnilega treyst fyrir því að skella í jell-o með vodkaívafi..
hömm..ívafið varð eiginlega ekkert annað en bara YFIRBURÐAbragð, þetta var agalegt! það voru nokkrir góðir svipir sem komu á okkur Elísu og Brynju þegar við virkilega reyndum að koma þessum viðbjóði ofan í okkur! hoho, ég var svo miður mín, klárlega viss um það að vera búin að rústa kvöldinu fyrir stelpunum mínum, þær færu ekki á ball án mín og við værum edrú í þokkabót þar sem 300 ml af vodka voru í einhverjum smá dufti og þar af leiðandi óætt
jæja, við létum okkur nú hafa það, átum eitthvað af þessu, og ég reyndi að koma ofan í mig kirsuberjum og jarðarberjum sem voru búin að vera í vodkalegi..ekki var það nú mikið skárra, jarðarberin voru óGEÐ /shame on you Bónus/.. en kirsuberin voru reyndar alveg fín!
Jæja, eftir ákveðna bið ákváðum við að haska okkur útí BOlungarvík, mér yrði bara smyglað inn baka til! iss, það heppnaðist svona líka andskoti vel og ég skemmti mér hrottavel, í ca. klukkutíma, en þá hitti ég Stellu, sem henti mér öfugri út, hún vissi að ég ætti ekki miða á ballið og var ég þar af leiðandi kolólögleg þarna inni!
Elísa og Brynja komu svo út og við ákváðum að fara á Kjallarann! það er nú meiri SNILLDAR staðurinn! ég var örugglega hálftíma að komast yfir það að kjallarinn væri actually í kjallara, ó hvað mér fannst það sniðugt
þar skemmti mér ég BEST, þar fórum við í snjókast, við fullorðna menn, allir ungir í anda í bolungarvíkinni, við sátum að sumbli á efri hæðinni við 3 og nokkrir föngulegir drengir, við hlustuðum á ógeðslega falskan söng, töluðum heilmikið, helltum niður, settum mola í bjóra, klæddumst fötum sem fundust þarna á einhverju hengi, fórum út og biðum eftir leigubíl í frostinu, hann kom svo og það var ekki nóg pláss fyrir alla, svo þeir sem urðu eftir fóru í rólegt teiti hjá einhverri ágætri stelpu sem var þarna, svo var það bara taxinn heim og eftir sólarhringsvöku sofnaði ég loksins
JEIJ! djamm á föstudaginn, Ásrún og Inga eru að koma heim og ætla ég að dobbla þær á bilað tjútt, svo er það þorlákur og jólin eftir það, svo bara einn dagur og svo aftur DJAMM! svo eru það ÁRAmótin-DJAMM!
jájá, sendið mig bara á vog
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2006 | 01:15
Solla stirða
hún solla mín, sem ég hef átt í næstum því ár, liggur nú á hliðinni í kúlunni sinni, hreyfingarlaus, fyrir utan andardrætti hér og þar, ég er ekki frá því að dagar hennar séu brátt taldir!
SÚRT!
Hér sjáið þið hana liggja þarna, lífvana! Erlendur skilur hvorki upp né niður í þessu!
Heppilegt samt að hann man ekki fyrir horn..dauður fskur, veggur, ónei, dauður fiskur..JEIj, veggur.. guð, dauður fiskur..VEGGUR
ekki það að hún sé actually dauð, það er ennþá smá lífsmark, ég ætla að leyfa henni að deyja innan veggja heimilis síns, efast um að klósettrörin séu fallegur staður svona rétt áður en hún fer til fiskahimna!
EN að öðru! ég er búin í prófum, Helga hringdi ekki, ég náði frönsku mikið gladdi það mitt auma hjarta! þessu mun ég fagna gríðarlega á föstudaginn þar sem stefnan er tekin á tjútt hér heima, jello, jarðarber, vodki og án efa eitthvað annað sem á eftir að renna ljúflega niður! eftir það er það bara Bolungarvíkin góða þar sem við ætlum að fara á ball! kominn tími til!
en það verður nú búið klukkan 2 svo krúsin verður tekin á þetta og planið er að djamma langt fram undir morgun, ekki vantar æfinguna
Svo eru jólin víst á leiðinni, ég á ennþá eftir að kaupa einhverjar jólagjafir, skrifa jólakort og kannski skreyta hérna niðri hjá mér, þó ég efist nú reyndar um að gera það! annars hlakka ég bara heilmikið til jólanna, allir að koma heim /nema Brynja sem ætlar að flýja land/ en ég ætla nú ekki að láta hana vanta á djamminu um hátíðarnar, ég ætla mér að bera með mér mynd af henni hvert sem ég fer, hversu smart? En að sjálfsögðu vill maður hafa alla sem maður elskar hjá sér, og á birtingarform einstaklingsins ekki að skipta máli
En nú ætla ég að hætta þessu, vona að fiskurinn verði dauður í fyrramálið, þá get ég farið og keypt mér nýjan, ekki gengur það að hafa Erlend einan, oneii...
Hej hej
p.s. Ef einhver þarna úti kann að laga tenglana á blog.is má endilega segja mér hvernig það er gert! sama hvað ég reyni þá bara virka þeir ekki! síðan mín kemur alltaf á undan og eitthvað ves.. iss!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2006 | 22:05
Komdu til mín, dettum í það
Svei, og aftur Svei!
ég á að vera að læra fyrir próf í bókfærslu, 6 prófið af 6, mikið er það nú gott..en ég bara fæ mig ekki til að byrja! nú hef ég akkurat 11 klukkustundir til stefnu..
ég get ekki hætt að hugsa um tjútt, ég er farin að spurja mig, Thelma, áttu við vandamál að stríða? ég hugsa, shit, 4 dagar síðan ég djammaði síðast, 3 dagar þangað til ég get djammað næst!
blush, bjór, tópas, vodki.. ég sakna ykkar um virka daga!
Neeeeiii, ég segi það nu kannski ekki, það bara er svo gaman að tjútta með stelpunum að auðvitað langar mann mest til þess að gera það sem oftast
en ég læt hér fylgja með mynd af Blushinu hennar Brynju frá einhverju af okkar tjúttum síðustu helgar.. purrr...ískalt og svalandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2006 | 12:09
ég bara tala íslenska
núna er ég búin að þreyta próf 6 af 7..ég hef fengið nóg.
franska er ekki uppáhaldið mitt, mér finnst ekki gaman í frönskuprófum.
núna ætla ég að sofna, svona í ljós þess að ég er farin að vaka á nóttunni og sofa á daginn, og láta mig dreyma um það að Helga frönskukennari hringi EKKI, nb, EKKI í mig til þess að tilkynna mér fall mitt á lokaprófinu!
biðjum saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2006 | 04:45
Ofsi
það er veðurofsi í gangi, það er ROK, eitt mesta rok sem ég man eftir! ég djammaði í gær með vinkonum mínum, þeim Elísu og Brynju, Brynja vann monopolyið með yfirburðum!
ég tapaði.
það var óvenjugaman þó við værum í raun ekkert að gera, við kíktum aðeins í bæinn eftir spilið, og svo kom Edda og rúntaði með okkur, held ég hafi komið heim um 5! þetta var alveg fínt í meira lagi
í kvöld fór ég á rúntinn, við rúntuðum eiginlega allar götur bæjarins, og við skoðuðum jólaljós, falleg jólaljós, ljót jólaljós! það síðarnefnda er klárlega í meirihluta!
núna er ég í rúminu mínu, og ég ætti að vera að fara að sofa, þar sem ég þarf að nota allan daginn á morgun í það að læra fyrir frönsku próf sem ég þarf alveg ógeðslega mikið að læra fyrir!
en ég nenni því ekki, ég hef það svo gott svona vakandi, hviðurnar berast inn til mín í hlýjuna, ég er með kveikt á kerti, til öryggis þar sem rafmagnið er óstöðugt í meira lagi, það er kveikt á sjónvarpinu og ég er í kósýinu!
vilt þú koma til mín og vera með mér í kósýinu?
núh, ekkert svar!
það eru að koma jól og svo kemur jóladjammið annan í jólum, svo koma áramótin, og svo kemur afmælið mitt! það er svo margt að hlakka til!
mér finnst líka voðalega gaman að vera komin í jólafrí núna á miðvikudaginn, þ.e.a.s ef ég hef náð öllum prófunum! ég ætla að eyða tímanum mínum í að gera ekki neitt, hversu vel hljómar það?
en um næstu helgi ætla ég að djamma, ég ætla að djamma rosalega mikið! það er eitthvað tjútt vegna próflokanna, alltaf eru til einhverjar afsakanir fyrir þessu endalausa fylleríi
það eru fáir á msn, hvar eru allir? eru allir að djamma? eru allir sofandi? eru allir í kósýinu með einhverjum öðrum?
Fóstbræður voru frekar góðir fyrr í kvöld, í einu atriðinu voru dópistar í Reykjavík að gefa saklausri stelpu dóp, voru samræðurnar eitthvað á þessa leið:
gaur- fáðu þér kúlu
stelpa- hvað gera þær?
gaur- þær gera þig rosalega glaða
stelpa-ókei
stelpa (aftur)- oj, mér er óglatt, ég held ég þurfi að fara á klósettið
gaur- nei, komdu bara með mér heim, ég á vatnsrúm!
já, þetta fannst mér skemmtilegt! ekkert fyndið við það í raunninni að eitra fyrir saklausum stelpum utan af landi! en samt, eins og það að eiga vatnsrúm sé lausnin við öllum heimsins vanda!
ég á ekki vatnsrúm, það þýðir bara eitt.. ég get ekki boðið útúrdópuðum saklausum sveitastelpum heim til mín til þess að láta renna af sér vímuna..! LEIÐINLEGT!
ætli ég fari ekki að hætta þessu, það vita 2 manneskjur í heiminum af þessu bloggi mínu, finnst frekar niðurdrepandi að blogga bara fyrir þær! neeeeiiii, hvað geri ég ekki fyrir stelpurnar mínar tvær!
en nú ætla ég að hætta, ef ég fæ ekki komment við þessari ótrúlega löngu bloggfærslu minni verð ég sár!
ég held ég þurfi að fara að auglýsa síðuna mína, svo að fleiri fái að njóta þess að lesa eftir mig skrifin góðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)