Færsluflokkur: Bloggar

Myndaflóð

Var að setja inn 3 albúm, alveg kominn tími á myndir inná þessa síðu! Setti inn myndir frá afmælinu hjá mér og Eddu, afmælinu hans Guðgeirs og svo 2 myndir af Möllett, en ég set inn fleiri myndir af honum bara jafnóðum og ég tek þærSmile

Annars er bara fátt að frétta, styttist hrikalega í Frakkland sem verður klárlega æðislega góð ferð!!

í dag var sól sem bendir til þess að sumar óvissunnar sé að bresta á! Oh well, ég ætla allavega að fara til New York! InLove

Talandi um N.Y, ég skil ekki í sjálfri mér að hafa ekki horft á Friends fyrr, þetta er virkilega til skammar þar sem þetta eru SVONA æðislegir þættir, það sem maður getur hlegið af þessu, og skælt smá! Love, Love, Love them!!  

Best að halda áfram að læra í listasögu, próf á morgun klukkan 08:00..

Jeifokkinghei.. 


varúð, langt blogg

Ég hef verið að finna það betur og betur undanfarið hvað ég þrái það að breyta um umhverfi. Ég vil alveg endilega flytja héðan. Þessi staður hefur staðið sig ágætlega síðan ég flutti hingað árið 1996 en nú er held ég nóg komið. Ég hlakka alveg hriklaega til núna í enda Mai þegar ég fer til London, er ekki frá því að það sé alveg klárlega það sem ég þarf. Fá pásu frá lífinu hér..

Undanfarnir dagar eru ekki búnir að vera að gera góða hluti, puntka niður hér helstu atriði hryllingsins

  • Ég komst að því að því fyrir hálfgerða slysni að mig vantar 3 einingar í kjörsvið. Mistök áfangastjóra sem í haust tók því sem ég hefði náð upp203 sem ég hætti í! Ég fékk að sjálfsögðu hálgert flog þar sem ég ætla að útskrifast í vor.
  • Bíllinn minn var hurðaður og rispaður- bjánar
  • Vinnan mín er að fara með mig í gröfina, ég er alltaf að detta, reka mig í, sprauta vatni framan í mig og flækja lappirnar á mér í einhverjar FOXXING slöngur!
  • Á fimmtudaginn fór mér að vera illt í hálsinum, og ekki fór það skánandi, og viti menn ég rétt lifði árshátíðina af í gær, fór svo bara beint heim og er  búin að vera í rúminu síðan, ógeðslegur hósti, beinverkir, hálsbólga, stfíla og stöku hausverkur... jeij, ég sem ætlaði að djamma alveg svakalega í gær! Hefði sjálfsagt átt að sleppa því að fara út yfir höfuð í gær en ég bara varð að nýta miðann sem ég var búin að kaupa á þessa síðustu árshátíð mína!
  • Jæja, svo kom líka í ljós í vikunni að Frakklandsferðin væri sjálfsagt off þar sem fólk var að hætta við á síðustu 30 sek þrátt fyrir að vera buið að vita af þessari ferð í einhverja mánuði! Það verða víst að vera 16 manns fyrir utan kennara til þess að fá styrkinn frá Evrópusambandinu en við vorum bara 14! Shit, enn og aftur ég hrædd um útskriftina þar sem ég þarf þessar 2 einingar sem ég fæ fyrir að fara! Fyrir utan það að mig langar að fara út!

En við skulum nú sjá til, hvernig fór?

  • Ég var skráð í sögu hjá Brynjari í árekstur við íslenskuna sem ég er í og redduðust þannig þessar 3 einingar þrátt fyrir að stór hluti annarinnar sem búinn! Hundaheppni!
  • Bíllinn er ennþá hurðaður og rispaður
  • Það góða við vinnuna er að ég get blótað eins og mér sýnist og það heyrir enginn í mér..
  • Ég er ennþá hryllilega tussuleg og illt útum allt en ég það var gaman á árshátíðinni
  • Frakklandsferðin verður farinn, einhverjir 3 einstaklingar ákváðu að slá til og koma með þrátt fyrir að vera ekkert í frönsku, svo að ferðin verður farin! Frábært að það reddaðist! Ég kemst til frakklands og fæ einingarnar mínar 2!

Kisan mín er svo feit, hún er að springa, liggur eins og er ofan á vinstri hendinni á mér, hoppar og skoppar að sjálfsögðu til þegar ég skrifa en það er eins og henni finnist það bara róandi og þægilegt! Hún er skrítin!

Eitt sem ég hef verið að hugsa um, ætli vinasambönd séu eins og ástarsambönd og hjónabönd? Það eru hæðir og lægðir en þegar lægðirnar eru farnar að vera tíðari en hæðirnar er þá ekki kominn tími á skilnað, sambandsslit eða vináttuslit? Eða ætli það sé nóg að semsagt taka sér bara frí, fara í burtu?

Munurinn er samt sá að vináttusambönd eiga helst að endast manni út lífið, vinir eru svo hrikalega mikilvægir mannskeppnunni, en ástarsambönd eiga það til að fjara út, misfljótt og er það bara alltílagi, það eiga bara ekki allir saman.

Getur þá samt ekki verið að vinir eigi bara ekki saman? Þegar vinir eru stöðugt að pirrast útí hvor aðra, skjóta á hvor aðra, stinga hníf í bakið á "vininum" um leið og hann labbar útúr herberginu, er þá ekki betra að bara hætta að vera vinir?

Hvort ætli það sé samt einfaldara að tala saman um hlutina þegar maður á í ástarsambandi eða þegar maður á í vinasambandi? Ég held að það sé hundrað sinnum algengara að það sem fer í mann í fari vinarins tali maður um við einhvern annan vin eða einhvern algjörlega utanaðkomandi en þegar kærasti/a eða eiginmaður á í hlut ræðir maður það bara við hann/hana!

Ég er hrædd um að það sé enginn saklaus af því að hafa fundið pirring í garð vinar og rætt það við einhvern annan vin en ekki þann sem málið varðar.. En hvað græðir maður af því? Ekkert. Hinn vinurinn getur ekki breytt vininum sem gerði eitthvað, sagði eitthvað. Þannig að hlutirnir haldast óbreyttir, sá sem fann pirringinn heldur áfram að vera pirraður, vinurinn sem pirringurinn var ræddur við bara gerir ekkert nema kannski hugsa, hvað á ég að gera í því? Og sá sem pirraði, heldur bara áfram, glaður og kátur án þess að vita neitt og i versta falli heldur áfram að gera það sem er eitthvað óvinsælt án þess að gera sér jafnvel grein fyrir því.

Það er samt svo sorglegt til þess að hugsa að vinasamband sem maður hefur átt í í fleiri fleiri ár, jafnvel frá upphafi, geti eyðilagst útaf einhverju algjörlega tilgangslausu. En það er samt staðreyndin að þegar litlir hlutir hafa fengið að safnast upp saman í marga daga, vikur og mánuði, þá þarf svo lítið til þess að hrinda einhverju stóru af stað, skilnaði.

Það er örugglega mjög erfitt, en ég held að það sé samt nauðsynlegt að bara setjast niður sem oftast og spurja vini sína og sig sjálfan hvað það er sem maður er ósáttur við, hverju maður myndi vilja breyta. Sannleikurinnn getur verið sár en hitt er mun verra.

Þegar ástandið í vinahópnum eða á milli tveggja vina er orðið slæmt, og þá oftast vegna þess að hlutirnir eru ekki ræddir við rétta aðila, er hætt við því að maður hætti að treysta. Maður missir alla löngun til þess að hitta vinina, og manni langar ekki að deila hlutum með vinum sínum eins og áður. Það er jafnvel eitthvað spennandi á döfinni hjá manni sem áður fyrr hefði mann langað að hlaupa með í vini sína, segja þeim allt sem er í gangi hjá manni, svona í ljósi þess að vinir eru til þess að deila með gleði og sorg, en gerir það ekki þar sem manni finnst sambandið/samböndin ekki vera, jah, þess virði? Ekki nægilega sterk?

Að hugsa sér hvað það að ræða hlutina er mikilvægt.


Fjölgun á Urðarveginum

Jæja, sónar í dag og það fór ekki á milli mála að jólaflingið ber ávöxt! komnar núna sirka 7 vikur gæti ég trúað svo það styttist óðum! Nú er bara að vona að þetta gangi betur en síðast! Svo það eru ekki nema bara hva, 2 vikur í mesta lagi þar til þetta brestur allt á miðað við 63 daga meðgöngu

Langt síðan ég hef bloggað og ætti ég svosum að geta sagt frá einhverju sem á daga mína hefur drifið

-ég eignaðist allar friends seríurnar, alveg kominn tími til að ég setji mig inn í þessa þætti og herreguð, þeir eru að gera góða hluti!

-ég fékk gleraugun mín, og má nú kalla mig Thelma four eyes.

já, fleira mikilvægt var það ekki

Mikið hlakka ég til á föstudaginn, árshátíð og skemmtileg heit!


sveitastelpan á leið í borgina

Síðasta nóttin heima í bili, er að fara til reykjavíkur í fyrramálið, kem heim á þriðjudaginn, á morgun ætla ég að versla, fara útað borða með Ella, Salvöru og Rannveigu, svo ætlum við að fara heim til Ella og hrynja í það! ætla svo í bæinn með löglega skilríkið mitt sem staðfestir tvítugsaldur minn! á sunnudaginn er stefnan tekin á þynnkuafslöppun í Bláa lóninu!

mun ekki sakna neins hér á ísafirði, en eg veit það verður samt agalega gott að koma heim!Smile

Skelli inn löngu og góðu bloggi eftir helgi, hver veit nema ég taki mynd eða tvær..

þar til næst


Nei hættu nú

ég á ekki til orð,  það er eitthvað djeskotans vörutorg á skjá einum núna, þetta flytur mann ófá ár aftur í tímann þegar hinn geysivinsæla sjónvarpsmarkað var að finna á öllum helstu rásum imbans.

ég læt það vera að versla eitthvað þarna, held mig við Ebay sem ég ELSKA! var að gera svo hrottafengið góð kaup þar

ég er að fara suður á laugardagsmorguninn, ætla að taka frænku og frænda djamm á laugardagskvöldinu, ég, Elli, Salvör og Rannveig ætlum að hittast og fagna mínum háa aldri! mig langar að fara útað borða og svo á slefandi fyllerí, og fyrst mig langar það, geri ég það, enda ekkert sem stoppar mig

ónei, það var að byrja mynd á st.2.. heitir held ég The Guys, er um 9.11..

held ég verði að horfa


Amæli Thelmu og Eddu 13.01.2007

ómægosh, afmælið var vægast sagt æðislegt, held það hafi bara jaðrað við fullkomnum! prinsessuþema okkar afmælisbarna var flott, prinsessuboðskort, prinsessudúkur, bleikfjólublá /sjúklegagóðogstórhættuleg/ bolla, og við krúttin sjálf með heimatilbúnu kórónurnar okkar! Grin

ég sagði það hátt og í hljóði við alla gesti að planið væri að vera slefandi klukkan 12 og ættu því allir að sturta í sig, og jáh, er ekki frá því að fólk hafi hlítt mér, enda voru allir freeeeekar hressir! W00t

vel var semsagt mætt, og held ég að allir hafi bara skemmt sér konunglega! við fórum svo á krúsina svona uppúr klukkan 1 og dansaði maður hrottalega á ballinu, enda er ég með harðsperrur eftir "niðuráhnénogsvomjaðmir" dansinn minnWink

í partýinu lét ég myndavélina mína bara í hendur gesta og var afraksturinn 170 myndir, alveg geðveikt skemmtilegar margar hverjar en því miður ekki allar internetshæfar! spurning að setja þær allar inn og læsa albúminu bara? maður spyr sig, þarf að melta þetta!

Ég og Edda fengum alveg fullt af pökkum, var alveg æðislega ánægð með allt sem ég fékk, takk æðislega fyrir mig elsku englarSmile

Ætla að enda þetta afmælisblogg á mynd eða tveim..

20 ára afmæli 002

 20 ára afmæli 034

20 ára afmæli 074-hver á þetta hár? er þetta Tobbi? svar óskast

Læt vita ef ég dirfist að setja inn myndir af öðrum gestumSmile

 

-get ekki beðið eftir því að verða 30 ára ef stórafmælin verða alltaf svona!!Grin-


Þriðjudagur til..

Þreytu? kannski það, ég virðist geta sofið endalaust..svo lengi sem það sé ekki nótt! en ótrúlega merkilegt! ef ég á að vera í skólanum, eða vinnunni, þá er ég alveg yfirmáta þreytt, og sé rúmið mitt í hyllingum, en svo um leið og klukkan verður, tja, hvað á ég að segja, 12 á miðnætti þá bara kabúmm..ein eldhress og til í tuskið! óheppilegt í meira lagi! GetLost

Á morgun er miðvikudagur, og svo fimmtudagur og svo bara 2 dagar í brjálað partý! mín ætlar aldeilis að vera góð á því, lappa uppá lúkkið, plokkun og litun, neglur og hver veit nema ég biðji vænurnar á Ametyst að gera eitthvað skemmtilegt við hárið á mér! Ég hlakka svo til, það verður svo gaman!!Smile

Ritstífla

speki til að enda þetta.. Allir vilja verða langlífir en enginn vill verða gamall.


Mig langar í svo margt

..verst að helvítist Lottóvinningurinn lætur ekki sjá sig, bölvaður! (væri kannski betra að kaupa sér miða)

Mig langar til dæmis í iPod afspilara í bílinn, þennan síma-

síminn

svartan leðurjakka, gelneglur, rúmfötin sem ég hef haft augastað á svo lengi, dökkar rúður í bílinn, "front" á iPodinn, nýjan mascara (btw ekki seldur hér, ekkert diorumboð), stígvél (langar alltaf í ný stígvél), svartan hlýrabol eins og ég á, hinar ýmsu dvd myndir, lengri snúru til að tengja græjurnar við iPodinn, mín er OF stutt, einhverja skipulagða hirslu undir hálsmen, eyrnalokka og annað glingur, hugsanlega einhverja bók, þá ekki skáldsögu sem maður les kannski einu sinni og setur svo í pappakassa, einhverja sem maður leitar oft í eða er bara svo heillandi að maður getur vel hugsað sér að lesa aftur og aftur, varasalva úr Body shop eins og ég á en er að klárast, minnir að hann hafi verið Brazilian nut, dollan var allavega dökk brún, djammveski/tösku, það er aldrei hægt að eiga nóg af svoleiðis, svo væri gott að bílalánið mitt yrði greitt að fullu, stór glös til að hafa hérna niðri hjá mér, ómögulegt að öll glösin mín eru 4 sopar, glingur, glingur glingur, heillast af öllu sem glitrar, æsandi heitan karlmann sem hægt að kveikja og slökkva á eftir þörfum, lyklakippu (ekki of stóra samt), boli, langerma, sem eru til ýmissa hluta nytsamlegir og meina ég þá tjútt og dagsdaglega, bækur eftir Hugleik Dagsson, nettari myndavél en mína, ótrúlega margt úr blómabúðinni, nærföt, sérstaklega haldara, vetrarskó sem eru ekki með rennisléttum botni eins og Puma skórnir mínir, íþróttatoppa með góðum stuðningi, gallabuxur, frítt bensín í allavega ár, tópas pela, ljósmyndaprentara sem maður plöggar myndavélina beint í..

hóhó, róleg Thelma, lottóvinningurinn þarf að vera aaaaansi stór ef þú ætlar að fá þér allt þettaCool

-það góða við að láta sig dreyma er að það kostar ekki neitt-


Heilagur Jermías og jólasnjór

ég á ekki til orð, nú er ég opinberlega orðin 20 ára og 4 daga gömul og enn hef ég ekki álpast í ríkið, þetta er náttúlega bara til háborinnar skammar! EN þangað SKAL ég fara á mánudaginn, lúkkar ekki satt að kaupa áfengi svona í byrjun vikunnarCool

Annars átti ég alveg einstaklega skemmtilegt kvöld, Elísa, Edda, Arna, Ásrún, Inga og Adda komu hingað og við fórum í hið stórskemmtilega spil Actionary, mikið hlegið get ég sagt! ekkert smá sem maður spennist allur upp af æsingi við það að giska á bjálfalega leiklistarhæfileika samspilara sinna!Wink 

Í vikunni sem koma skal verður það svo bara skóli, já, skóli, eitthvað rólegur skóli samt! Vona að vikan verði ógnarfljót að líða þar sem ég ætla að skemmta mér svo brjálæðislega á laugardaginn, nánar um það síðar! Grin

Í vikunni ætla ég líka að byrja aftur í stúdíóinu, mikið hlakka ég til þar sem það er svo ótrúlega gott fyrir andlegu hliðina að sprikla, svona fyrir utan það að líkamlega hliðin þarf klárlega að fá sitt líka eftir einstaklega "góð" jól, hóstofmikillmaturoggoshóstErrm 

Svo ætla ég að kíkja suður helgina 19-21 janúar, slengja mér á útsölur og halda afmæli fyrir velunnara mína syðra, allir sem ég þekki og hafa áhuga á góðu geimi með mér takið helgina fráSmile

Ég held að sumarið sé að koma, það allavega verður ekki lengi að líða þetta vorið, enda ótrúlega margt á dagskrá, skóli, sólrisan, frakkland, páskafrí, smá skóli, dimmitering, próf, útskrift og sumarfrí! hvað svo, maður á nú til að spyrja sig! vinna, djamm, útlönd? og haustið, jamen jamen, hvað þá? ég veit allavega að ég ætla að vera á hótel mömmu bestu og safna mér smá aur, svo slengir maður sér kannski í rúnt um evrópu um vorið! ekki væri það amalegtSmile

En núna er klárlega kominn tími á lúr, enda klukkan 20 mínútur gengin í fimm!

kær kveðja, Thelmi


afmæliskveðjurnar

Elsku þið öll sem hafið óskað mér til hamingju með afmælið á einn eða annan hátt, takk kærlega fyrir! InLove

That's all folks


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband