10.1.2007 | 00:32
Þriðjudagur til..
Þreytu? kannski það, ég virðist geta sofið endalaust..svo lengi sem það sé ekki nótt! en ótrúlega merkilegt! ef ég á að vera í skólanum, eða vinnunni, þá er ég alveg yfirmáta þreytt, og sé rúmið mitt í hyllingum, en svo um leið og klukkan verður, tja, hvað á ég að segja, 12 á miðnætti þá bara kabúmm..ein eldhress og til í tuskið! óheppilegt í meira lagi!
Á morgun er miðvikudagur, og svo fimmtudagur og svo bara 2 dagar í brjálað partý! mín ætlar aldeilis að vera góð á því, lappa uppá lúkkið, plokkun og litun, neglur og hver veit nema ég biðji vænurnar á Ametyst að gera eitthvað skemmtilegt við hárið á mér! Ég hlakka svo til, það verður svo gaman!!
Ritstífla
speki til að enda þetta.. Allir vilja verða langlífir en enginn vill verða gamall.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2007 | 21:08
Mig langar í svo margt
..verst að helvítist Lottóvinningurinn lætur ekki sjá sig, bölvaður! (væri kannski betra að kaupa sér miða)
Mig langar til dæmis í iPod afspilara í bílinn, þennan síma-
svartan leðurjakka, gelneglur, rúmfötin sem ég hef haft augastað á svo lengi, dökkar rúður í bílinn, "front" á iPodinn, nýjan mascara (btw ekki seldur hér, ekkert diorumboð), stígvél (langar alltaf í ný stígvél), svartan hlýrabol eins og ég á, hinar ýmsu dvd myndir, lengri snúru til að tengja græjurnar við iPodinn, mín er OF stutt, einhverja skipulagða hirslu undir hálsmen, eyrnalokka og annað glingur, hugsanlega einhverja bók, þá ekki skáldsögu sem maður les kannski einu sinni og setur svo í pappakassa, einhverja sem maður leitar oft í eða er bara svo heillandi að maður getur vel hugsað sér að lesa aftur og aftur, varasalva úr Body shop eins og ég á en er að klárast, minnir að hann hafi verið Brazilian nut, dollan var allavega dökk brún, djammveski/tösku, það er aldrei hægt að eiga nóg af svoleiðis, svo væri gott að bílalánið mitt yrði greitt að fullu, stór glös til að hafa hérna niðri hjá mér, ómögulegt að öll glösin mín eru 4 sopar, glingur, glingur glingur, heillast af öllu sem glitrar, æsandi heitan karlmann sem hægt að kveikja og slökkva á eftir þörfum, lyklakippu (ekki of stóra samt), boli, langerma, sem eru til ýmissa hluta nytsamlegir og meina ég þá tjútt og dagsdaglega, bækur eftir Hugleik Dagsson, nettari myndavél en mína, ótrúlega margt úr blómabúðinni, nærföt, sérstaklega haldara, vetrarskó sem eru ekki með rennisléttum botni eins og Puma skórnir mínir, íþróttatoppa með góðum stuðningi, gallabuxur, frítt bensín í allavega ár, tópas pela, ljósmyndaprentara sem maður plöggar myndavélina beint í..
hóhó, róleg Thelma, lottóvinningurinn þarf að vera aaaaansi stór ef þú ætlar að fá þér allt þetta
-það góða við að láta sig dreyma er að það kostar ekki neitt-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.1.2007 | 04:20
Heilagur Jermías og jólasnjór
ég á ekki til orð, nú er ég opinberlega orðin 20 ára og 4 daga gömul og enn hef ég ekki álpast í ríkið, þetta er náttúlega bara til háborinnar skammar! EN þangað SKAL ég fara á mánudaginn, lúkkar ekki satt að kaupa áfengi svona í byrjun vikunnar
Annars átti ég alveg einstaklega skemmtilegt kvöld, Elísa, Edda, Arna, Ásrún, Inga og Adda komu hingað og við fórum í hið stórskemmtilega spil Actionary, mikið hlegið get ég sagt! ekkert smá sem maður spennist allur upp af æsingi við það að giska á bjálfalega leiklistarhæfileika samspilara sinna!
Í vikunni sem koma skal verður það svo bara skóli, já, skóli, eitthvað rólegur skóli samt! Vona að vikan verði ógnarfljót að líða þar sem ég ætla að skemmta mér svo brjálæðislega á laugardaginn, nánar um það síðar!
Í vikunni ætla ég líka að byrja aftur í stúdíóinu, mikið hlakka ég til þar sem það er svo ótrúlega gott fyrir andlegu hliðina að sprikla, svona fyrir utan það að líkamlega hliðin þarf klárlega að fá sitt líka eftir einstaklega "góð" jól, hóstofmikillmaturoggoshóst
Svo ætla ég að kíkja suður helgina 19-21 janúar, slengja mér á útsölur og halda afmæli fyrir velunnara mína syðra, allir sem ég þekki og hafa áhuga á góðu geimi með mér takið helgina frá
Ég held að sumarið sé að koma, það allavega verður ekki lengi að líða þetta vorið, enda ótrúlega margt á dagskrá, skóli, sólrisan, frakkland, páskafrí, smá skóli, dimmitering, próf, útskrift og sumarfrí! hvað svo, maður á nú til að spyrja sig! vinna, djamm, útlönd? og haustið, jamen jamen, hvað þá? ég veit allavega að ég ætla að vera á hótel mömmu bestu og safna mér smá aur, svo slengir maður sér kannski í rúnt um evrópu um vorið! ekki væri það amalegt
En núna er klárlega kominn tími á lúr, enda klukkan 20 mínútur gengin í fimm!
kær kveðja, Thelmi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)