27.1.2007 | 02:09
sveitastelpan á leið í borgina
Síðasta nóttin heima í bili, er að fara til reykjavíkur í fyrramálið, kem heim á þriðjudaginn, á morgun ætla ég að versla, fara útað borða með Ella, Salvöru og Rannveigu, svo ætlum við að fara heim til Ella og hrynja í það! ætla svo í bæinn með löglega skilríkið mitt sem staðfestir tvítugsaldur minn! á sunnudaginn er stefnan tekin á þynnkuafslöppun í Bláa lóninu!
mun ekki sakna neins hér á ísafirði, en eg veit það verður samt agalega gott að koma heim!
Skelli inn löngu og góðu bloggi eftir helgi, hver veit nema ég taki mynd eða tvær..
þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 02:45
Nei hættu nú
ég á ekki til orð, það er eitthvað djeskotans vörutorg á skjá einum núna, þetta flytur mann ófá ár aftur í tímann þegar hinn geysivinsæla sjónvarpsmarkað var að finna á öllum helstu rásum imbans.
ég læt það vera að versla eitthvað þarna, held mig við Ebay sem ég ELSKA! var að gera svo hrottafengið góð kaup þar
ég er að fara suður á laugardagsmorguninn, ætla að taka frænku og frænda djamm á laugardagskvöldinu, ég, Elli, Salvör og Rannveig ætlum að hittast og fagna mínum háa aldri! mig langar að fara útað borða og svo á slefandi fyllerí, og fyrst mig langar það, geri ég það, enda ekkert sem stoppar mig
ónei, það var að byrja mynd á st.2.. heitir held ég The Guys, er um 9.11..
held ég verði að horfa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2007 | 13:46
Amæli Thelmu og Eddu 13.01.2007
ómægosh, afmælið var vægast sagt æðislegt, held það hafi bara jaðrað við fullkomnum! prinsessuþema okkar afmælisbarna var flott, prinsessuboðskort, prinsessudúkur, bleikfjólublá /sjúklegagóðogstórhættuleg/ bolla, og við krúttin sjálf með heimatilbúnu kórónurnar okkar!
ég sagði það hátt og í hljóði við alla gesti að planið væri að vera slefandi klukkan 12 og ættu því allir að sturta í sig, og jáh, er ekki frá því að fólk hafi hlítt mér, enda voru allir freeeeekar hressir!
vel var semsagt mætt, og held ég að allir hafi bara skemmt sér konunglega! við fórum svo á krúsina svona uppúr klukkan 1 og dansaði maður hrottalega á ballinu, enda er ég með harðsperrur eftir "niðuráhnénogsvomjaðmir" dansinn minn
í partýinu lét ég myndavélina mína bara í hendur gesta og var afraksturinn 170 myndir, alveg geðveikt skemmtilegar margar hverjar en því miður ekki allar internetshæfar! spurning að setja þær allar inn og læsa albúminu bara? maður spyr sig, þarf að melta þetta!
Ég og Edda fengum alveg fullt af pökkum, var alveg æðislega ánægð með allt sem ég fékk, takk æðislega fyrir mig elsku englar
Ætla að enda þetta afmælisblogg á mynd eða tveim..
-hver á þetta hár? er þetta Tobbi? svar óskast
Læt vita ef ég dirfist að setja inn myndir af öðrum gestum
-get ekki beðið eftir því að verða 30 ára ef stórafmælin verða alltaf svona!!-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)