4.3.2007 | 17:20
Myndaflóð
Var að setja inn 3 albúm, alveg kominn tími á myndir inná þessa síðu! Setti inn myndir frá afmælinu hjá mér og Eddu, afmælinu hans Guðgeirs og svo 2 myndir af Möllett, en ég set inn fleiri myndir af honum bara jafnóðum og ég tek þær
Annars er bara fátt að frétta, styttist hrikalega í Frakkland sem verður klárlega æðislega góð ferð!!
í dag var sól sem bendir til þess að sumar óvissunnar sé að bresta á! Oh well, ég ætla allavega að fara til New York!
Talandi um N.Y, ég skil ekki í sjálfri mér að hafa ekki horft á Friends fyrr, þetta er virkilega til skammar þar sem þetta eru SVONA æðislegir þættir, það sem maður getur hlegið af þessu, og skælt smá! Love, Love, Love them!!
Best að halda áfram að læra í listasögu, próf á morgun klukkan 08:00..
Jeifokkinghei..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 13:37
varúð, langt blogg
Ég hef verið að finna það betur og betur undanfarið hvað ég þrái það að breyta um umhverfi. Ég vil alveg endilega flytja héðan. Þessi staður hefur staðið sig ágætlega síðan ég flutti hingað árið 1996 en nú er held ég nóg komið. Ég hlakka alveg hriklaega til núna í enda Mai þegar ég fer til London, er ekki frá því að það sé alveg klárlega það sem ég þarf. Fá pásu frá lífinu hér..
Undanfarnir dagar eru ekki búnir að vera að gera góða hluti, puntka niður hér helstu atriði hryllingsins
- Ég komst að því að því fyrir hálfgerða slysni að mig vantar 3 einingar í kjörsvið. Mistök áfangastjóra sem í haust tók því sem ég hefði náð upp203 sem ég hætti í! Ég fékk að sjálfsögðu hálgert flog þar sem ég ætla að útskrifast í vor.
- Bíllinn minn var hurðaður og rispaður- bjánar
- Vinnan mín er að fara með mig í gröfina, ég er alltaf að detta, reka mig í, sprauta vatni framan í mig og flækja lappirnar á mér í einhverjar FOXXING slöngur!
- Á fimmtudaginn fór mér að vera illt í hálsinum, og ekki fór það skánandi, og viti menn ég rétt lifði árshátíðina af í gær, fór svo bara beint heim og er búin að vera í rúminu síðan, ógeðslegur hósti, beinverkir, hálsbólga, stfíla og stöku hausverkur... jeij, ég sem ætlaði að djamma alveg svakalega í gær! Hefði sjálfsagt átt að sleppa því að fara út yfir höfuð í gær en ég bara varð að nýta miðann sem ég var búin að kaupa á þessa síðustu árshátíð mína!
- Jæja, svo kom líka í ljós í vikunni að Frakklandsferðin væri sjálfsagt off þar sem fólk var að hætta við á síðustu 30 sek þrátt fyrir að vera buið að vita af þessari ferð í einhverja mánuði! Það verða víst að vera 16 manns fyrir utan kennara til þess að fá styrkinn frá Evrópusambandinu en við vorum bara 14! Shit, enn og aftur ég hrædd um útskriftina þar sem ég þarf þessar 2 einingar sem ég fæ fyrir að fara! Fyrir utan það að mig langar að fara út!
En við skulum nú sjá til, hvernig fór?
- Ég var skráð í sögu hjá Brynjari í árekstur við íslenskuna sem ég er í og redduðust þannig þessar 3 einingar þrátt fyrir að stór hluti annarinnar sem búinn! Hundaheppni!
- Bíllinn er ennþá hurðaður og rispaður
- Það góða við vinnuna er að ég get blótað eins og mér sýnist og það heyrir enginn í mér..
- Ég er ennþá hryllilega tussuleg og illt útum allt en ég það var gaman á árshátíðinni
- Frakklandsferðin verður farinn, einhverjir 3 einstaklingar ákváðu að slá til og koma með þrátt fyrir að vera ekkert í frönsku, svo að ferðin verður farin! Frábært að það reddaðist! Ég kemst til frakklands og fæ einingarnar mínar 2!
Kisan mín er svo feit, hún er að springa, liggur eins og er ofan á vinstri hendinni á mér, hoppar og skoppar að sjálfsögðu til þegar ég skrifa en það er eins og henni finnist það bara róandi og þægilegt! Hún er skrítin!
Eitt sem ég hef verið að hugsa um, ætli vinasambönd séu eins og ástarsambönd og hjónabönd? Það eru hæðir og lægðir en þegar lægðirnar eru farnar að vera tíðari en hæðirnar er þá ekki kominn tími á skilnað, sambandsslit eða vináttuslit? Eða ætli það sé nóg að semsagt taka sér bara frí, fara í burtu?
Munurinn er samt sá að vináttusambönd eiga helst að endast manni út lífið, vinir eru svo hrikalega mikilvægir mannskeppnunni, en ástarsambönd eiga það til að fjara út, misfljótt og er það bara alltílagi, það eiga bara ekki allir saman.
Getur þá samt ekki verið að vinir eigi bara ekki saman? Þegar vinir eru stöðugt að pirrast útí hvor aðra, skjóta á hvor aðra, stinga hníf í bakið á "vininum" um leið og hann labbar útúr herberginu, er þá ekki betra að bara hætta að vera vinir?
Hvort ætli það sé samt einfaldara að tala saman um hlutina þegar maður á í ástarsambandi eða þegar maður á í vinasambandi? Ég held að það sé hundrað sinnum algengara að það sem fer í mann í fari vinarins tali maður um við einhvern annan vin eða einhvern algjörlega utanaðkomandi en þegar kærasti/a eða eiginmaður á í hlut ræðir maður það bara við hann/hana!
Ég er hrædd um að það sé enginn saklaus af því að hafa fundið pirring í garð vinar og rætt það við einhvern annan vin en ekki þann sem málið varðar.. En hvað græðir maður af því? Ekkert. Hinn vinurinn getur ekki breytt vininum sem gerði eitthvað, sagði eitthvað. Þannig að hlutirnir haldast óbreyttir, sá sem fann pirringinn heldur áfram að vera pirraður, vinurinn sem pirringurinn var ræddur við bara gerir ekkert nema kannski hugsa, hvað á ég að gera í því? Og sá sem pirraði, heldur bara áfram, glaður og kátur án þess að vita neitt og i versta falli heldur áfram að gera það sem er eitthvað óvinsælt án þess að gera sér jafnvel grein fyrir því.
Það er samt svo sorglegt til þess að hugsa að vinasamband sem maður hefur átt í í fleiri fleiri ár, jafnvel frá upphafi, geti eyðilagst útaf einhverju algjörlega tilgangslausu. En það er samt staðreyndin að þegar litlir hlutir hafa fengið að safnast upp saman í marga daga, vikur og mánuði, þá þarf svo lítið til þess að hrinda einhverju stóru af stað, skilnaði.
Það er örugglega mjög erfitt, en ég held að það sé samt nauðsynlegt að bara setjast niður sem oftast og spurja vini sína og sig sjálfan hvað það er sem maður er ósáttur við, hverju maður myndi vilja breyta. Sannleikurinnn getur verið sár en hitt er mun verra.
Þegar ástandið í vinahópnum eða á milli tveggja vina er orðið slæmt, og þá oftast vegna þess að hlutirnir eru ekki ræddir við rétta aðila, er hætt við því að maður hætti að treysta. Maður missir alla löngun til þess að hitta vinina, og manni langar ekki að deila hlutum með vinum sínum eins og áður. Það er jafnvel eitthvað spennandi á döfinni hjá manni sem áður fyrr hefði mann langað að hlaupa með í vini sína, segja þeim allt sem er í gangi hjá manni, svona í ljósi þess að vinir eru til þess að deila með gleði og sorg, en gerir það ekki þar sem manni finnst sambandið/samböndin ekki vera, jah, þess virði? Ekki nægilega sterk?
Að hugsa sér hvað það að ræða hlutina er mikilvægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.2.2007 | 22:43
Fjölgun á Urðarveginum
Jæja, sónar í dag og það fór ekki á milli mála að jólaflingið ber ávöxt! komnar núna sirka 7 vikur gæti ég trúað svo það styttist óðum! Nú er bara að vona að þetta gangi betur en síðast! Svo það eru ekki nema bara hva, 2 vikur í mesta lagi þar til þetta brestur allt á miðað við 63 daga meðgöngu
Langt síðan ég hef bloggað og ætti ég svosum að geta sagt frá einhverju sem á daga mína hefur drifið
-ég eignaðist allar friends seríurnar, alveg kominn tími til að ég setji mig inn í þessa þætti og herreguð, þeir eru að gera góða hluti!
-ég fékk gleraugun mín, og má nú kalla mig Thelma four eyes.
já, fleira mikilvægt var það ekki
Mikið hlakka ég til á föstudaginn, árshátíð og skemmtileg heit!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)