Mig langar í svo margt

..verst að helvítist Lottóvinningurinn lætur ekki sjá sig, bölvaður! (væri kannski betra að kaupa sér miða)

Mig langar til dæmis í iPod afspilara í bílinn, þennan síma-

síminn

svartan leðurjakka, gelneglur, rúmfötin sem ég hef haft augastað á svo lengi, dökkar rúður í bílinn, "front" á iPodinn, nýjan mascara (btw ekki seldur hér, ekkert diorumboð), stígvél (langar alltaf í ný stígvél), svartan hlýrabol eins og ég á, hinar ýmsu dvd myndir, lengri snúru til að tengja græjurnar við iPodinn, mín er OF stutt, einhverja skipulagða hirslu undir hálsmen, eyrnalokka og annað glingur, hugsanlega einhverja bók, þá ekki skáldsögu sem maður les kannski einu sinni og setur svo í pappakassa, einhverja sem maður leitar oft í eða er bara svo heillandi að maður getur vel hugsað sér að lesa aftur og aftur, varasalva úr Body shop eins og ég á en er að klárast, minnir að hann hafi verið Brazilian nut, dollan var allavega dökk brún, djammveski/tösku, það er aldrei hægt að eiga nóg af svoleiðis, svo væri gott að bílalánið mitt yrði greitt að fullu, stór glös til að hafa hérna niðri hjá mér, ómögulegt að öll glösin mín eru 4 sopar, glingur, glingur glingur, heillast af öllu sem glitrar, æsandi heitan karlmann sem hægt að kveikja og slökkva á eftir þörfum, lyklakippu (ekki of stóra samt), boli, langerma, sem eru til ýmissa hluta nytsamlegir og meina ég þá tjútt og dagsdaglega, bækur eftir Hugleik Dagsson, nettari myndavél en mína, ótrúlega margt úr blómabúðinni, nærföt, sérstaklega haldara, vetrarskó sem eru ekki með rennisléttum botni eins og Puma skórnir mínir, íþróttatoppa með góðum stuðningi, gallabuxur, frítt bensín í allavega ár, tópas pela, ljósmyndaprentara sem maður plöggar myndavélina beint í..

hóhó, róleg Thelma, lottóvinningurinn þarf að vera aaaaansi stór ef þú ætlar að fá þér allt þettaCool

-það góða við að láta sig dreyma er að það kostar ekki neitt-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vóvvóóóvóa eins og Borat myndi segja

þetta er góður óskalisti, en þó er eitt á þessum lista sem ég veit þig langar í sem þú færð í afmælisgjöf frá mér, mega spennó!
sjáumst eftir bara 40klst

Brynja Huld (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 21:25

2 identicon

Jahér, en ótrúlega gaman:) hlakka til að sjá framan í þig!!

Thelma (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 21:30

3 identicon

Þú ert heppin að þú ert bráðum að fara að halda upp á afmælið þitt :)

Elísa (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 00:23

4 identicon

Þú ert heppin að þú ert bráðum að fara að halda upp á afmælið þitt :)

Elísa (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 00:24

5 identicon

já, sérstaklega vegna þess að þú, mín kæra Elísa, ætlar að gefa mér bestu gjöfina, en eins og þú  kannski manst, ætlar þú að borga bílalánið mitt upp að fullu og heiti ég því að kyssa þig á kinnina fyrir "pakkann":)

Thelma (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 13:01

6 identicon

Þetta verður dýrasti koss í manna minnum..

Elísa (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 21:35

7 identicon

guð, hvernig gat ég gleymt að setja rauðan varalit á "to buy" listann..

En já, Elísa, hann verður það:)

Thelma (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 19:34

8 identicon

Gvuð Thelma ;) þetta er engin smá listi ;) þú ert eiginlega bara ágæt ;) og ágætt er best, það verður heví partý hjá okkur um helgina ;) ég sá ótrúlega margt á listanum þínum sem mig langar í líka ;) sjáumst sykurpúði ;)
kv.Edda

Edda (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband