7.1.2007 | 04:20
Heilagur Jermías og jólasnjór
ég á ekki til orð, nú er ég opinberlega orðin 20 ára og 4 daga gömul og enn hef ég ekki álpast í ríkið, þetta er náttúlega bara til háborinnar skammar! EN þangað SKAL ég fara á mánudaginn, lúkkar ekki satt að kaupa áfengi svona í byrjun vikunnar
Annars átti ég alveg einstaklega skemmtilegt kvöld, Elísa, Edda, Arna, Ásrún, Inga og Adda komu hingað og við fórum í hið stórskemmtilega spil Actionary, mikið hlegið get ég sagt! ekkert smá sem maður spennist allur upp af æsingi við það að giska á bjálfalega leiklistarhæfileika samspilara sinna!
Í vikunni sem koma skal verður það svo bara skóli, já, skóli, eitthvað rólegur skóli samt! Vona að vikan verði ógnarfljót að líða þar sem ég ætla að skemmta mér svo brjálæðislega á laugardaginn, nánar um það síðar!
Í vikunni ætla ég líka að byrja aftur í stúdíóinu, mikið hlakka ég til þar sem það er svo ótrúlega gott fyrir andlegu hliðina að sprikla, svona fyrir utan það að líkamlega hliðin þarf klárlega að fá sitt líka eftir einstaklega "góð" jól, hóstofmikillmaturoggoshóst
Svo ætla ég að kíkja suður helgina 19-21 janúar, slengja mér á útsölur og halda afmæli fyrir velunnara mína syðra, allir sem ég þekki og hafa áhuga á góðu geimi með mér takið helgina frá
Ég held að sumarið sé að koma, það allavega verður ekki lengi að líða þetta vorið, enda ótrúlega margt á dagskrá, skóli, sólrisan, frakkland, páskafrí, smá skóli, dimmitering, próf, útskrift og sumarfrí! hvað svo, maður á nú til að spyrja sig! vinna, djamm, útlönd? og haustið, jamen jamen, hvað þá? ég veit allavega að ég ætla að vera á hótel mömmu bestu og safna mér smá aur, svo slengir maður sér kannski í rúnt um evrópu um vorið! ekki væri það amalegt
En núna er klárlega kominn tími á lúr, enda klukkan 20 mínútur gengin í fimm!
kær kveðja, Thelmi
Athugasemdir
Ég held það sé soldið langt í sumarið.. allavegana miðað við gustinn sem er úti.. :( en takk fyrir geggjað kvöld í gær :)
Elísa (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 21:12
Jahér og hananú, það eru alldeilis fréttirnar sem maður kemst í hérna á blogginu þínu, flytja, Bretland? það er alldeilis spennandi
hvenær ferðu
?
p.s. er farin að hlakka til að koma heim, sjáumst á þriðjudagskvöldið
Brynja Huld (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.