ég á ekki til orð..

Afmælið mitt hefur aldeilis byrjað vel, ég fékk æðislegar 5 vinkonur í heimsókn, við tókum í spil, eitt lengsta trivial sem ég hef upplifað, enda endaði það fyrr en löglegt þykir!Smile

Við átum og átum, töluðum og töluðum, skemmtum okkur frábærlega, ég opnaði svo einn bjór, ólöglega, 10 mín í 12 og var að drekka hann þar til klukkan var um 5 mín yfir 12, og var hann þá farinn að vera löglegur!! fyrr má nú vera hvað hann var betri eftir að ég hafði aldur í kauða og endaði ég í því að sötra alls 7 bjóra.. fyrr má nú vera hvað maður er að digga það að vera 20 áraSmile

Edda og ELísa voru að fara, ég sit uppí rúmi, með tölvuna mína heittelskuðu og iPodinn að hlusta á tónslist! ég er svo ánægð í lífinu eitthvað, ég er komin með smá plan með þessa blessuðu framtíð mína, ætla að flytja til Bretlands, já, því ekki að opinbera það bara!

ekki verður það nu samt nærrum því strax þar sem ég ætla að taka mér árs frí, ferðast, safna pening, lifa lífinu! svo bara London here I come! ég ætla, eins og planið mitt hefur verið frá því ég veit ekki hvenær, að læra sálfræði, verða rík og æðislegWink

æji, ég á erfitt með mig, ég er svo spes í skapinu, hvað er það? kannksi tekur bara á að vera fjörgömul, ég veit það ekki!

kannski ég geri mér dagamun á morgun,  allavega ætla ég að fara í ríkið og kaupa mér nokkra öl, bara uppá sportið!! Grin

vonand hafa það allir sem best, kveð í bili, endilega skilið eftir ykkur spor /afmæliskveðu þakka pent/ Wink

Kv. Thelma háaldraða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta frænka...INNILEGAR hamingjuóskir með afmælið!!!! Það er svo góður í þér hljómurinn að maður verður bara glaður af því að lesa afmælisbloggið þitt

Yndislegt alveg að þú ert komin með svona líka fínt framtíðarplan!!! Má ég svo koma til þín til Bretlands í ókeypis gistingu og leiðsögn um landið?? 

Njóttu dagsins...er þetta ekki síðasti afmælisdagur sem færir manni einhver réttindi....alveg þangað til maður nær ellilífeyrisaldri held ég bara!!!!

knús og kossar

Nanna Trausta 

Nanna (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 10:18

2 identicon

Þú ert svo ágæt :) til hamingju með afmælið :)

Elísa (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 17:02

3 identicon

Þú ert bara allt önnur eftir að vera komin á þrítugsaldurinn. Ég á ennþá átta mánuði af ljúfu lífi eftir, get notað þá til þess að læra lífsreglurnar af gamlingjum eins og þér :)

Ásrún (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband