klárlega kominn tími á blogg

jólin eru komin og farin, ég tjúttaði á föstudaginn, hrikalega gaman btw og svo var það djammið í gær sem sveik engann!! siss.. þó ég hafi nú verið í smá morðhug þarna á tímabili er það bara eitthvað til að hlægja af! Wink

á morgun er fimmtudagur, þá ætla ég að skella mér á Langa Manga í drekktu betur, Elísa vinkona mín með meiru verður spyrill og er planið að taka þetta í aðra nösina, vinna kassa af bjór og hafa gaman af! /vona þá bara að maður fái kassann afhentan þrátt fyrir ungan aldur/ Happy 

ef ég er ekki sigurviss veit ég ekki hvað!

svo eru það áramótin núna á sunnudaginn, þetta ár hefur brunað áfram á ógnarhraða! að hugsa sér, eftir 7 daga verð ég 20 ára, hvert stefnir þetta?

ég ætla að djamma óttalega um áramótin, hver er með?

æji, ég hef ekkert að segja, langaði bara að skrifa smá, svona lífga aðeins uppá þetta hjá mér!

aldrei að vita nema ég skelli inn myndum hvað af hverju, læt vita af því þegar að því kemur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrátt fyrir morðhótanir var þetta eðal djamm :) og ójá það verður djammað um áramótin. Við skellum okkur í glansgallan, setjum upp glysgrímuna og dansskórnir verða með í för. újé. 

P.S. þú verður eld gömul eftir nokkra daga! hehe

Ásrún (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 13:47

2 identicon

Já sögur segja að þú hafir verið býsna mannýg! Ég sakna ykkar allra þvílíkt, finnst ég vera að missa af öllu merkilegu sem er að gerast :(

Treysti á að þið djammir duglega fyrir mig:)

Brynja (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 20:23

3 identicon

Gamlárs verður pottþétt bara frábært!! hlakka mikið mikið til !!! :D partýin á áramótunum hjá þér eru að verða árlegur viðburður ;) sjáumst sæta mín :)

Arna María (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband