17.12.2006 | 21:16
halimal
Helvítis fiskurinn er dauður, heyr heyr! það var farið að vera vandræðalegt að horfa á hana þarna í kúlunni..
á föstudaginn var stefnan sett á ball í bolungarvík! EN ég gleymdi að fara og kaupa miða í landsbankanum, meiri aulinn sem ég nú er! ekki var það nú samt það eina sem mér tókst að klúðra, mér var nefnilega treyst fyrir því að skella í jell-o með vodkaívafi..
hömm..ívafið varð eiginlega ekkert annað en bara YFIRBURÐAbragð, þetta var agalegt! það voru nokkrir góðir svipir sem komu á okkur Elísu og Brynju þegar við virkilega reyndum að koma þessum viðbjóði ofan í okkur! hoho, ég var svo miður mín, klárlega viss um það að vera búin að rústa kvöldinu fyrir stelpunum mínum, þær færu ekki á ball án mín og við værum edrú í þokkabót þar sem 300 ml af vodka voru í einhverjum smá dufti og þar af leiðandi óætt
jæja, við létum okkur nú hafa það, átum eitthvað af þessu, og ég reyndi að koma ofan í mig kirsuberjum og jarðarberjum sem voru búin að vera í vodkalegi..ekki var það nú mikið skárra, jarðarberin voru óGEÐ /shame on you Bónus/.. en kirsuberin voru reyndar alveg fín!
Jæja, eftir ákveðna bið ákváðum við að haska okkur útí BOlungarvík, mér yrði bara smyglað inn baka til! iss, það heppnaðist svona líka andskoti vel og ég skemmti mér hrottavel, í ca. klukkutíma, en þá hitti ég Stellu, sem henti mér öfugri út, hún vissi að ég ætti ekki miða á ballið og var ég þar af leiðandi kolólögleg þarna inni!
Elísa og Brynja komu svo út og við ákváðum að fara á Kjallarann! það er nú meiri SNILLDAR staðurinn! ég var örugglega hálftíma að komast yfir það að kjallarinn væri actually í kjallara, ó hvað mér fannst það sniðugt
þar skemmti mér ég BEST, þar fórum við í snjókast, við fullorðna menn, allir ungir í anda í bolungarvíkinni, við sátum að sumbli á efri hæðinni við 3 og nokkrir föngulegir drengir, við hlustuðum á ógeðslega falskan söng, töluðum heilmikið, helltum niður, settum mola í bjóra, klæddumst fötum sem fundust þarna á einhverju hengi, fórum út og biðum eftir leigubíl í frostinu, hann kom svo og það var ekki nóg pláss fyrir alla, svo þeir sem urðu eftir fóru í rólegt teiti hjá einhverri ágætri stelpu sem var þarna, svo var það bara taxinn heim og eftir sólarhringsvöku sofnaði ég loksins
JEIJ! djamm á föstudaginn, Ásrún og Inga eru að koma heim og ætla ég að dobbla þær á bilað tjútt, svo er það þorlákur og jólin eftir það, svo bara einn dagur og svo aftur DJAMM! svo eru það ÁRAmótin-DJAMM!
jájá, sendið mig bara á vog
Athugasemdir
ég fyllist óendanlegri öfund af að heyra af skipulagningu megadjamms á næstu helgi, jeminn, ég á eftir að sakna ykkar allra svo óskaplega mikið
En takk fyrir gott djamm á föstudaginn, þetta var stórkostlegt
að undanskildnu bölvuðum kuldanum í biðinni eftir leigubílnum
Brynja Huld beiler á jólum og áramótum með meiru (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 23:50
Eigum við að plana megapegahitting á föstu? verðum að halda uppá sameiningu okkar !! btw. frábært að þú sért að blogga ! breyti þér í tenglunum ;) lots of love
Arna María (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 02:17
Jeeeij, djamma! :) Ég mundi nú frekar senda þig í huglæga atferlismeðferð ef þú værir EKKI að djamma allt jólafríið!! ;)
Byrjuð að hlakka til að koma...
Ásrún (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 19:52
Djammið var tær snilld... og jólin eru til þess að djamma!! jólin eru hátíð djammsins.. og andvökunátta og óheilbrigðs lífstíls.. vil ég meina.. :) helvítis fiskurinn..
Elísa (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 04:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.