14.12.2006 | 01:15
Solla stirða
hún solla mín, sem ég hef átt í næstum því ár, liggur nú á hliðinni í kúlunni sinni, hreyfingarlaus, fyrir utan andardrætti hér og þar, ég er ekki frá því að dagar hennar séu brátt taldir!
SÚRT!
Hér sjáið þið hana liggja þarna, lífvana! Erlendur skilur hvorki upp né niður í þessu!
Heppilegt samt að hann man ekki fyrir horn..dauður fskur, veggur, ónei, dauður fiskur..JEIj, veggur.. guð, dauður fiskur..VEGGUR
ekki það að hún sé actually dauð, það er ennþá smá lífsmark, ég ætla að leyfa henni að deyja innan veggja heimilis síns, efast um að klósettrörin séu fallegur staður svona rétt áður en hún fer til fiskahimna!
EN að öðru! ég er búin í prófum, Helga hringdi ekki, ég náði frönsku mikið gladdi það mitt auma hjarta! þessu mun ég fagna gríðarlega á föstudaginn þar sem stefnan er tekin á tjútt hér heima, jello, jarðarber, vodki og án efa eitthvað annað sem á eftir að renna ljúflega niður! eftir það er það bara Bolungarvíkin góða þar sem við ætlum að fara á ball! kominn tími til!
en það verður nú búið klukkan 2 svo krúsin verður tekin á þetta og planið er að djamma langt fram undir morgun, ekki vantar æfinguna
Svo eru jólin víst á leiðinni, ég á ennþá eftir að kaupa einhverjar jólagjafir, skrifa jólakort og kannski skreyta hérna niðri hjá mér, þó ég efist nú reyndar um að gera það! annars hlakka ég bara heilmikið til jólanna, allir að koma heim /nema Brynja sem ætlar að flýja land/ en ég ætla nú ekki að láta hana vanta á djamminu um hátíðarnar, ég ætla mér að bera með mér mynd af henni hvert sem ég fer, hversu smart? En að sjálfsögðu vill maður hafa alla sem maður elskar hjá sér, og á birtingarform einstaklingsins ekki að skipta máli
En nú ætla ég að hætta þessu, vona að fiskurinn verði dauður í fyrramálið, þá get ég farið og keypt mér nýjan, ekki gengur það að hafa Erlend einan, oneii...
Hej hej
p.s. Ef einhver þarna úti kann að laga tenglana á blog.is má endilega segja mér hvernig það er gert! sama hvað ég reyni þá bara virka þeir ekki! síðan mín kemur alltaf á undan og eitthvað ves.. iss!
Athugasemdir
tilviljun eða hvað.. fiskurinn hans rúnars lá dauður 1 metri frá fiskabúrinu sínu, ÞURR og löngu dauður! þetta er klárlega ekki dagur fiska í dag
Valak (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 01:55
Æj hún Solla hefur þó átt góða æsku, fyrir utan það þegar hún ákvað vera illgjörn og borðaði bita af honum Jóel.. RIP Solla, RIP...
Elísa (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 02:00
Já greyið hún Solla, hún hefur þó átt langt líf, í það minnsta miðað við fisk
En annars þykir mér ósköp vænt um að þú ætlir að hafa mynd af mér með á jóla/áramótadjammið, jeminn hvað það verður skrítið að vera ekki hjá ykkur!
þá fyrst, þá verður djammað!
En ég kem heim tvíelfd úr faðmi fjölskyldunnar í fiskalandi og mæti hress með dress í tvítugsafmælið mikla
Brynja Huld (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 02:42
jæja ég er á kommenta rúntinum mínum, ég verð að standa mig sem vinkona :) hehe en já við höfum bara mynd af henni Brynju okkar í veskinu á djamminu um jólin, og hún verður hjá okkur í hjartanu og örugglega á einhverjum myndum líka ef planið þitt gengur upp ;) allavega, ég er búin að kommenta fyrir þennan mánuðinn :) neee djok, ég lofa að það kemur annað ;)
P.S bið að heilsa Erlendi, bless bless elsku Solla mín,
Edda (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.