10.12.2006 | 04:45
Ofsi
það er veðurofsi í gangi, það er ROK, eitt mesta rok sem ég man eftir! ég djammaði í gær með vinkonum mínum, þeim Elísu og Brynju, Brynja vann monopolyið með yfirburðum!
ég tapaði.
það var óvenjugaman þó við værum í raun ekkert að gera, við kíktum aðeins í bæinn eftir spilið, og svo kom Edda og rúntaði með okkur, held ég hafi komið heim um 5! þetta var alveg fínt í meira lagi
í kvöld fór ég á rúntinn, við rúntuðum eiginlega allar götur bæjarins, og við skoðuðum jólaljós, falleg jólaljós, ljót jólaljós! það síðarnefnda er klárlega í meirihluta!
núna er ég í rúminu mínu, og ég ætti að vera að fara að sofa, þar sem ég þarf að nota allan daginn á morgun í það að læra fyrir frönsku próf sem ég þarf alveg ógeðslega mikið að læra fyrir!
en ég nenni því ekki, ég hef það svo gott svona vakandi, hviðurnar berast inn til mín í hlýjuna, ég er með kveikt á kerti, til öryggis þar sem rafmagnið er óstöðugt í meira lagi, það er kveikt á sjónvarpinu og ég er í kósýinu!
vilt þú koma til mín og vera með mér í kósýinu?
núh, ekkert svar!
það eru að koma jól og svo kemur jóladjammið annan í jólum, svo koma áramótin, og svo kemur afmælið mitt! það er svo margt að hlakka til!
mér finnst líka voðalega gaman að vera komin í jólafrí núna á miðvikudaginn, þ.e.a.s ef ég hef náð öllum prófunum! ég ætla að eyða tímanum mínum í að gera ekki neitt, hversu vel hljómar það?
en um næstu helgi ætla ég að djamma, ég ætla að djamma rosalega mikið! það er eitthvað tjútt vegna próflokanna, alltaf eru til einhverjar afsakanir fyrir þessu endalausa fylleríi
það eru fáir á msn, hvar eru allir? eru allir að djamma? eru allir sofandi? eru allir í kósýinu með einhverjum öðrum?
Fóstbræður voru frekar góðir fyrr í kvöld, í einu atriðinu voru dópistar í Reykjavík að gefa saklausri stelpu dóp, voru samræðurnar eitthvað á þessa leið:
gaur- fáðu þér kúlu
stelpa- hvað gera þær?
gaur- þær gera þig rosalega glaða
stelpa-ókei
stelpa (aftur)- oj, mér er óglatt, ég held ég þurfi að fara á klósettið
gaur- nei, komdu bara með mér heim, ég á vatnsrúm!
já, þetta fannst mér skemmtilegt! ekkert fyndið við það í raunninni að eitra fyrir saklausum stelpum utan af landi! en samt, eins og það að eiga vatnsrúm sé lausnin við öllum heimsins vanda!
ég á ekki vatnsrúm, það þýðir bara eitt.. ég get ekki boðið útúrdópuðum saklausum sveitastelpum heim til mín til þess að láta renna af sér vímuna..! LEIÐINLEGT!
ætli ég fari ekki að hætta þessu, það vita 2 manneskjur í heiminum af þessu bloggi mínu, finnst frekar niðurdrepandi að blogga bara fyrir þær! neeeeiiii, hvað geri ég ekki fyrir stelpurnar mínar tvær!
en nú ætla ég að hætta, ef ég fæ ekki komment við þessari ótrúlega löngu bloggfærslu minni verð ég sár!
ég held ég þurfi að fara að auglýsa síðuna mína, svo að fleiri fái að njóta þess að lesa eftir mig skrifin góðu
Athugasemdir
Þetta er nú eðal blogg

Það var gaman í gærkvöldi og gaman í kvöld líka, en veðrið er nú eitthvað verra!
En ég skal glöð koma til þín í kósý, ég er nú líka ein hérna í mínu rúmi!
Verð komin eftir 5 með O.C. fyrir þig!
Brynja Huld (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 04:51
Ég veit nú líka af þessari síðu þinni, vissi bara aldrei hvort og hvað ég ætti að kommenta..
En vonandi skemmtiru þér vel næstu helgi... Skemmtir þér allavega vel í gær greinilega
Sigþór (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 04:56
Ég er game í kósýheit, getum tekið smá edrú monapoly yfir kertaljósum og svona :D núh eða horft á O.C. :D
Maður væri nú til í að prófa vatnsrúm!
Elísa (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 05:03
úllabúlla
Elísa (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 05:33
það hljóta að vera fleiri en 2 sem vita af blogginu þínu þar sem 20 manns hafa skoðað hana í dag/nótt
nema sömu manneskjurnar séu að koma inn á hana aftur og aftur sama daginn....
karengyda (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 06:40
haha, ég hef reyndar ENGA trú á þessari talningu þar sem í hvert sinn sem einhver sem á svona blog.is síðu bloggar, kemur það inná bloggið á mbl.is! svo það eru an efa einhverjir ókunnugir forvitnir einstaklingar úti í bæ búnir að kíkja!
ekki það að ég hafi ekki trú á Brynju og Elísu;)
Thelma Björk (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 14:52
Heyrheyr, Thelma farin að blogga aftur :)
Sjáumst um jólin stelpa, kv.Ásrún
Ásrún (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.