12.2.2007 | 22:43
Fjölgun á Urðarveginum
Jæja, sónar í dag og það fór ekki á milli mála að jólaflingið ber ávöxt! komnar núna sirka 7 vikur gæti ég trúað svo það styttist óðum! Nú er bara að vona að þetta gangi betur en síðast! Svo það eru ekki nema bara hva, 2 vikur í mesta lagi þar til þetta brestur allt á miðað við 63 daga meðgöngu
Langt síðan ég hef bloggað og ætti ég svosum að geta sagt frá einhverju sem á daga mína hefur drifið
-ég eignaðist allar friends seríurnar, alveg kominn tími til að ég setji mig inn í þessa þætti og herreguð, þeir eru að gera góða hluti!
-ég fékk gleraugun mín, og má nú kalla mig Thelma four eyes.
já, fleira mikilvægt var það ekki
Mikið hlakka ég til á föstudaginn, árshátíð og skemmtileg heit!
Athugasemdir
Bendi á af gefnu tilefni að það er kötturinn sem er óléttur, ekki ég! Enda meðgangan eitthvað örlítið lengri en 63 dagar hjá okkur mannfólkinu;)
Thelma Björk (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:36
EN SPENNANDI!!!! Til hamingju verdandi amma. Thad er gaman i chile en thad jafnast samt ekkert a vid stelpuparti a urdaveginum.
ciao :)
asrun (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:46
Ji hvað ég sakna þín Ásrún mín! takk enn og aftur fyrir æðislegar og ómetanlegar stundir um jólin! frábært að Chile er að standa sig:)
Thelma (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.